Lítið ævintýri - 2. hluti
Hérna kemur svo annar hluti á þessu ævintýri.
2.
Vegurinn hlykkjaðist áfram um sveitina og inn í skóg. Við skógarjaðarinn var lítið tréskilti með ör sem benti inn í skóginn. Rétt þar hjá streymdi lítill lækur með sendnum botni og háum bökkum. Smáfugl vaslaði um í sandinum og leitaði að síli. Konan staldraði við þegar hún sá fuglinn, signdi sig og þvoði fætur sína í læknum. Hún sat svo á bakkanum, saug upp í nefið og sagði Jesúspéturmaría en sá drottinsdýrðardagur.
Vinstra megin við stíginn var gríðarstór eik sem teygði greinar sínar yfir veginn og iðagræn laufblöðin glömpuðu í sólskininu. Fyrir aftan reis gríðar stór og mikill skógur. Einhvers staðar, langt í fjarska hinum megin við þetta græna haf var borgin.
Fuglarnir sungu sem aldrei fyrr þótt það væri komið fram í október. Hún raulaði brot úr Lækjarvísunum sem hún þó mundi ekki vel í því hún kunni ekki við að smáfuglarnir sæju einir um sönginn:
Ég er að horfa hugfangin
í hlýjum sumarblænum
yfir litla lækinn minn
sem líður framhjá bænum.
Ó hve marga æskustund
áður hér ég dvaldi.
Saklaust barn með létta lund
og leggina mína taldi.
Eftir að hafa strokið burtu tár með svuntuhorninu stóð hún upp, þurrkaði fætur sínar með klút sem hún geymdi einhvers staðar og hélt af stað eftir veginum sem hlykkjaðist inn í skóginn.
Og hinn mikli vígahnöttur himinhvolfsins reis og hneig eins og hann hafði gert frá ómunatíð. Konan hafði nú gengið allan liðlangan daginn eftir stígnum án þess að mæta neinum nema stöku sárfættum ferðalangi. Hún var orðin vot í fæturna og stoppaði reglulega til að passa upp á að pilsið héldist hreint og að skildingarnir undir svuntunni væru allir á sínum stað.
Skyndilega fór að rökkva og fuglasöngurinn breyttist úr saklausu smáfuglahjali í skrýtin hljóð sem hún vissi ekki hvaða dýrum þau komu frá. Pilsið hennar var nú orðið blautt og óhreint og hún orðin jafn sárfætt og ferðalangarnir og ölmusumennirnir. ,,Þegar maður er fátækur er vosbúðin oft tryggasti vinurinn," muldrar konan fyrir sjálfri sér um leið og hún steig ofan í poll. ,,Bóndi minn og ég höfum máske ekki mikið milli handa en aldrei höfum við hleypt vosbúðinni í heimsókn. Síðan sýgur hún upp í nefið, reynir að vinda pilsið án þess að missa það ofan í svaðið og heldur síðan áfram. Nú var orðið niðdimmt í skóginum og konan sá ekki handa sinna skil.
Skyndilega sá hún þó ljósglætu á hægri hönd. Langt í burtu bærðist lítil gráleit týra sem flökti óljóst til og frá. Konan vonaði að ljósið kæmi allavega frá góðum vættum. Síðan hélt hún af veginum, klofaði með erfiðisburðum yfir trjástofn sem lá rétt hjá og tók stefnuna á ljósið.
Þegar gráleita flöktið breyttist í skímu og skíman í ljósbirtu varð hún sífellt meira efins um góðu vættirnar. Hún fór með faðirvorið en fannst það ekki eins uppörvandi og venjulega svo hún lét sér nægja að kyngja munnvatni eftir vort daglegt brauð.
Ljósbirtan var nú orðin greinilegri en nokkru áður og brátt kom lágreistur kofi í ljós. Hann virtist vera fjarskalega gamall og leit út fyrir að enginn hefði komið þangað í áraraðir.
Pilsið hennar var orðið grútugt upp á læri þar sem konan öslaði muldrandi í bleytunni. Þegar hún kom að kofanum þar sem hann stóð milli tveggja risastórra trjáa þorði hún varla að banka en eftir að hafa klárað faðirvorið og signt sig gekk hún varfærnislega að dyrunum og bankaði þrjú laus högg á dyrnar. Henni til mikillar skelfingar heyrðist umgangur inni og brátt var dyrunum hrundið upp.
|
2.
Vegurinn hlykkjaðist áfram um sveitina og inn í skóg. Við skógarjaðarinn var lítið tréskilti með ör sem benti inn í skóginn. Rétt þar hjá streymdi lítill lækur með sendnum botni og háum bökkum. Smáfugl vaslaði um í sandinum og leitaði að síli. Konan staldraði við þegar hún sá fuglinn, signdi sig og þvoði fætur sína í læknum. Hún sat svo á bakkanum, saug upp í nefið og sagði Jesúspéturmaría en sá drottinsdýrðardagur.
Vinstra megin við stíginn var gríðarstór eik sem teygði greinar sínar yfir veginn og iðagræn laufblöðin glömpuðu í sólskininu. Fyrir aftan reis gríðar stór og mikill skógur. Einhvers staðar, langt í fjarska hinum megin við þetta græna haf var borgin.
Fuglarnir sungu sem aldrei fyrr þótt það væri komið fram í október. Hún raulaði brot úr Lækjarvísunum sem hún þó mundi ekki vel í því hún kunni ekki við að smáfuglarnir sæju einir um sönginn:
Ég er að horfa hugfangin
í hlýjum sumarblænum
yfir litla lækinn minn
sem líður framhjá bænum.
Ó hve marga æskustund
áður hér ég dvaldi.
Saklaust barn með létta lund
og leggina mína taldi.
Eftir að hafa strokið burtu tár með svuntuhorninu stóð hún upp, þurrkaði fætur sínar með klút sem hún geymdi einhvers staðar og hélt af stað eftir veginum sem hlykkjaðist inn í skóginn.
Og hinn mikli vígahnöttur himinhvolfsins reis og hneig eins og hann hafði gert frá ómunatíð. Konan hafði nú gengið allan liðlangan daginn eftir stígnum án þess að mæta neinum nema stöku sárfættum ferðalangi. Hún var orðin vot í fæturna og stoppaði reglulega til að passa upp á að pilsið héldist hreint og að skildingarnir undir svuntunni væru allir á sínum stað.
Skyndilega fór að rökkva og fuglasöngurinn breyttist úr saklausu smáfuglahjali í skrýtin hljóð sem hún vissi ekki hvaða dýrum þau komu frá. Pilsið hennar var nú orðið blautt og óhreint og hún orðin jafn sárfætt og ferðalangarnir og ölmusumennirnir. ,,Þegar maður er fátækur er vosbúðin oft tryggasti vinurinn," muldrar konan fyrir sjálfri sér um leið og hún steig ofan í poll. ,,Bóndi minn og ég höfum máske ekki mikið milli handa en aldrei höfum við hleypt vosbúðinni í heimsókn. Síðan sýgur hún upp í nefið, reynir að vinda pilsið án þess að missa það ofan í svaðið og heldur síðan áfram. Nú var orðið niðdimmt í skóginum og konan sá ekki handa sinna skil.
Skyndilega sá hún þó ljósglætu á hægri hönd. Langt í burtu bærðist lítil gráleit týra sem flökti óljóst til og frá. Konan vonaði að ljósið kæmi allavega frá góðum vættum. Síðan hélt hún af veginum, klofaði með erfiðisburðum yfir trjástofn sem lá rétt hjá og tók stefnuna á ljósið.
Þegar gráleita flöktið breyttist í skímu og skíman í ljósbirtu varð hún sífellt meira efins um góðu vættirnar. Hún fór með faðirvorið en fannst það ekki eins uppörvandi og venjulega svo hún lét sér nægja að kyngja munnvatni eftir vort daglegt brauð.
Ljósbirtan var nú orðin greinilegri en nokkru áður og brátt kom lágreistur kofi í ljós. Hann virtist vera fjarskalega gamall og leit út fyrir að enginn hefði komið þangað í áraraðir.
Pilsið hennar var orðið grútugt upp á læri þar sem konan öslaði muldrandi í bleytunni. Þegar hún kom að kofanum þar sem hann stóð milli tveggja risastórra trjáa þorði hún varla að banka en eftir að hafa klárað faðirvorið og signt sig gekk hún varfærnislega að dyrunum og bankaði þrjú laus högg á dyrnar. Henni til mikillar skelfingar heyrðist umgangur inni og brátt var dyrunum hrundið upp.