.

fimmtudagur, október 28, 2004

Eitt lítið letters bréf

Kristján kvefskáld hefir sett sig í bréfasamband við Höllu berklaskáld. Hafa þau ort á milli sín um daginn og veginn, berkla og blóðhósta, trygglyndi og tæringu. Mun kveðskapur þeirra verða birtur hér á næstu dögum.

|

þriðjudagur, október 26, 2004

Ljóð

Ég ætlaði að semja eitthvert skemmtilegt ljóð. Eftir að hafa hugsað óralengi, brotið heilann í skutlu og hent henni út um gluggann gafst ég upp. Set þó hér skemmtilegar vísur eftir Þórarinn Eldjárn.


Með lafandi tungu við tölvuna sat hann
og tökkunum hamaðist á
en pabbi hans þurfti á meðan að mat'ann
og mamman bar kopp til og frá.

Þetta var leikurinn: ,,Drepum og drepum
og drepum án miskunnar."
En strákurinn safnaði stigum og þrepum
og stolt sinna foreldra var.

Hann sat við svo lengi að á meðan óx mosinn
en metið sitt loks gat þó bætt.
Hann límdist við skjáinn, sat fastur og frosinn
og fann að hann gat ekki hætt.

Þá loksins kviknuðu í kollinum perur
hann veinaði af skelfingu og fann
að inni í tölvunni voru verur
sem voru að leika með hann.


Farið nú út að leika ykkur!

|

laugardagur, október 23, 2004

Mismæli?

Óli Palli: "Jæja Matti minn, takk fyrir komuna í rokkland, er eitthvað sem þú vilt segja aðdáendum Papanna fyrir tónleikana í kvöld?"
Matti: "Jájá, við getum ábyrgst að allir fari í góð sköp eftir að hafa farið á ball með okkur. Því get ég lofað."

|