.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Fréttir

Ljenzherrann á Kaffisterkt gerði sér það til dundurs um daginn að bera saman mikilvægi innlendra og erlendra frétta á mbl.is. Er ég heimsótti fréttasíðuna áðan gat verið einkennilegt að lesa fyrirsagnirnar í einni bunu:

Kristinn víkur tímabundið úr stjórn Straums - Segir öll helstu líffæri Arafats starfa enn

Grunur um rjúpnaveiði við Skagaströnd - Allawi leggur að uppreisnarmönnum að leggja niður vopn

Fluttur á sjúkrahús á Akureyri eftir bílveltu - Frændsystkin dæmd fyrir morð á bakpokaferðalangi


Einnig er nokkuð um neyðarlegar fyrirsagnir á erlendum fréttamiðlum, t.d. "Deer Kills 17,000" og "Kids Make Nutritious Snacks".

Fleira er ekki í fréttum.

|