.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Tímaþröng?

Hefurðu lítinn tíma? Viltu samt sem áður ná að fylgjast helstu bíómyndunum til að geta rætt um þær?
Þá er hér lausnin fyrir þig. Með kvikmyndaþjónustu Kristjáns geturðu fengið allar mögulegar kvikmyndir á þjöppuðu og aðgengilegu formi og vitað allt það nauðsynlega sem þú þarft að vita um þær. Dæmi:

Lion King

Skari:
Þú drapst föður þinn.

Simbi (hleypur í burtu.)

Nala:
Við þörfnumst þín.

Simbi (hleypur til baka.)

Endir


Titanic

Leonardo di Caprio: Samfélagsleg staða þín er leiðinleg. Förum og dönsum á 17. farrými með skipsrottunum.

Cate Winslet: Þú hefur fangað hjarta mitt. Við skulum dansa um allt skipið og flissa eins og vitleysingar.

(Skipið sekkur)

Leonardo di Caprio: Mundu, aldrei að sleppa.

Cate Winslet: Ókei (
sleppir.)


Endir




The Matrix

Keanu Reeves:
Hey sjáið mig! Ég er loksins að leika í kvikmynd sem er ekki ömurleg!

Áhorfendur: Gasp!

Keanu Reeves: Já, það er dagsatt! Og jafnvel þrátt fyrir algjöran skort minn á leikrænum hæfileikum, þá sökkaði ég næstum því ekki í þessari mynd!

Áhorfendur: (líður yfir þá.)


Endir.

|